30.12.08
Sniðganga
Ég hef haldið því fram að sú óskrifaða regla gildi hjá Íslendingum að sá sem sendir ekki jólakort tvö ár í röð vilji ekki lengur jólakortast við mann. Sú regla leiðir til þess að óforskammaðar fjölskyldur geta leikið þann leik að senda aðeins út jólakort annað hvert ár, en engu að síður fengið send jólakort á hverju ári eins og ekkert hafi í skorist.
29.12.08
Enn af kjöti
Gullfallegt
Þessi klausa, sem myndi gera sig vel á útifundi, er í auglýsingablöðungi Gullborgar (sem selt hefur flugelda í 30 ár). Hér er ávörpuð hin niðurlægða þjóð og hún eggjuð til að sýna hvað í henni býr. Það verður best gert með ósvikinni flugeldasýningu á gamlárskvöld.
Látum ekki stela líka af okkur áramótunum. Ekki eyða gamlárskvöldi í sjónvarp eða útvarp. Skaupið verður endurtekið og látum ekki apa og svín bulla í okkur meira, hættum að vera heilalausar strengjabrúður.
25.12.08
Af kjöti
Af þessu tilefni rann upp fyrir mér að orðið lambalæri er ekki eins gegnsætt og ætla mætti í fyrstu. Bróðurparturinn af lambalæri er í raun rassinn á skepnunni. Lambsrass. Segja má að orðið lambalæri flokkist undir skrauthvörf.
22.12.08
Flagg-girlander og jólareglur
Eitt mátti ekki vanta á jólatréð í ár, litla íslenska fána á bandi. Ég keypti fánalengjurnar í Litlu jólabúðinni, neðarlega á Laugaveginum. Það stendur aðeins í mér að fánarnir virðast vera innfluttir. Mér finnst samt að svona fánar ættu að vera til sölu við hvern einasta búðarkassa í lýðveldinu.
Það fylgir jólunum mikið tal um jólahefðir. Ég tel mikilvægi þeirra gróflega ofmetið og raunar held ég að fólk ætti að gera meira af því að brjótast undan þeim og gera eitthvað nýtt á jólunum, jafnvel þó það hafi aldrei verið gert áður. Það eiga ekki öll jól að vera eins.
Sömuleiðis er mér uppsigað við þá kenningu að jólin séu hátíð barnanna.
21.12.08
Jólaandi
18.12.08
Einkennisbúningar
Búningurinn var stutterma kjóll úr flöskugrænu hnausþykku terlíni með gulum stórum kraga og gulum uppslögum á ermum. Kjóllinn náði niður undir hné og var renndur að framan, þannig að fljótlegt var að vippa sér í hann. Það var álitamál hvað átti að renna hátt upp. Svuntan var gul og hnýtt með slaufu að aftan. Nálægt kanti á svuntu, kraga og ermauppslögum var grænn skrautsaumur, saumaður í einni þessara saumavéla sem geta saumað allt sem hægt er að láta sér detta í hug.
Það var töluvert fyrir því haft að finna gula hnésokka sem pössuðu við kjólinn, ég geri ráð fyrir að það væri heldur auðveldara nú. Tréklossar voru vinsælasti fótabúnaðurinn.
Þessi einkennisbúningur var notaður eftir hádegið, í hádeginu vorum framreiðslustúlkur í upphlut.
Þrátt fyrir að kjóllinn væri óhemjuslitsterkur og hefði vísast þolað margra ára samfellda notkun, var honm lagt og saumaður nýr og nútímalegri kjóll á framreiðslustúlkurnar. Sá var næstum því eins, nema hann var brúnn og beige, úr þynnra efni. Þótti það mikið framfaraskref.
15.12.08
Gjafir
14.12.08
12.12.08
11.12.08
Léttara líf
8.12.08
Afstæðiskenning
Sambærilegt lögmál er í gildi um líkamsþyngd.
7.12.08
Maður segir sögu
Egils sögu er upplagt að lesa hér.
4.12.08
Yfirdrif
3.12.08
Svartar fjaðrir - part two
2.12.08
Jólaspam
Það var alltaf mjög spennandi þegar upp úr umslagi kom jólakort og ekki var hægt að átta sig á hver hafði sent. (Þekkir þú einhvern Grím? Getur þetta verið maðurinn hennar Hrefnu?) Ég hef ákveðið að bjóða tíu ókunnum fjölskyldum, völdum með handvirkri slembiaðferð, upp á slíka skemmtun í ár. Ætli bannmerking í símaskrá taki til jólakorta?
Þegar stóð í jólakortum frá fólki í þéttbýli t.d fjölskyldan Álfheimum 27 þá vissi ég aldrei hverjir sendendur voru. Bæjarnafn gat aldrei valdið misskilningi. Ef fólk bjó í borginni fannst mér viðeigandi að það skrifaði nöfnin sín undir.
30.11.08
Um útsendingu jólakorta
Ég ráðgeri að halda í þá hefð að senda jólakortin af stað á síðasta auglýstum "kemst til skila fyrir jól degi" póstsins, nákvæmlega fimm mínútum fyrir lokun þann dag.
Það er mikilvægt sparnaðarráð að senda heimalöguð jólakort. Það virðist ríkja almennur skilningur á að slík jólakort þurfi ekki að vera sérlega falleg. Hægt er að ná fram enn meiri sparnaði með því að búa sjálfur til frímerki á umslögin.
Í minni gömlu heimasveit eru innanhreppsjólakort sett í skókassa á afgreiðsluborðinu í búðinni. Svo tekur fólk einfaldlega sín kort úr kassanum. Þannig komast öll jólakort í sveitarfélaginu ókeypis til skila. Allir eiga erindi í búðina og kerfið virkar fullkomlega. Fyrir utan sparnaðinn þá er miklu fljótlegra að skrifa utan á umslögin, nægilegt að skrifa bæjarnafnið. Þarna hefur pósturinn orðið af miklum tekjum í gegnum tíðina.
28.11.08
Time management
Þetta verður betur skýrt með dæmum. Reglan á vel við þegar soðinn er hafragrautur. Hún á líka við þegar borinn hefur verið litur á augabrúnir sem á að sitja þar í 5 mínútur. Ég get staðfest óæskileg áhrif þess að hafa litinn á í klukkustund. Áður hefur verið fjallað um brunahættu sem getur hlotist af broti á umræddri reglu.
26.11.08
Svartar fjaðrir
Þeir sem hafa brúkað augnabrúnalit vita að lit og festi blandað saman í lítið ílát. Sjálfsagt er til fólk sem þrífur ílátið strax eftir notkun. Aðrir loka páfagaukinn inni á baðherberginu þar sem nefnt ílát liggur á glámbekk með háskalegu innihaldinu.
Mig langar að taka það fram að fangelsun gauksins á baðherberginu var gerð með persónulegt öryggi hans í huga, en þófaljónin vilja hann feigan.
25.11.08
Crosstrainer
Síðasta fullyrðingin er þó sönn þó ekki sé um að ræða óvenjulegan eiginleika hins auglýsta. Minnir mig á þegar auglýst var vatnsheld skúringafata.Það þjálfast allir vöðvar líkamans í einu.
Komdu þér í toppform á fáeinum dögum.
Sama hvernig þú viðrar þá getur þú æft þig inni.
24.11.08
Stefnumót við framtíðina
23.11.08
Faðmlög
21.11.08
Vesserbisserinn
Söngur Vilhjálmsbarna var um alparós, en segja má að sá sem þýddi hafi tekið sér það skáldaleyfi að láta íslenska textann fjalla um aðra jurt en sungið var um upphaflega, enda hefði alpafífill, alpafífill, bögglast illa í munni . Alparós (rhododendron) er runni, oftast sígrænn. Ein slík blómstrar fagurlega á hverju vori í Grasagarðinum.
Edelweiss heitir á íslensku alpafífill, (leontopodium alpinum), það er lítil, hvít og gráloðin planta, heldur óásjáleg. Hún á að geta vaxið hér í görðum.
Edelweiss, Edelweiss
Every morning you greet me
Small and white, clean and bright
You look happy to meet me
Blossom of snow may you bloom and grow
Bloom and grow forever
Edelweiss, Edelweiss
Bless my homeland forever
Alparós, alparós
árgeislar blóm þitt lauga,
hrein og skær, hvít sem snær
hlærðu sindrandi auga.
Blómið mitt blítt, ó, þú blómgist frítt,
blómgist alla daga.
Alparós, alparós
aldrei ljúkist þín saga.
Jólagjafahandbók Eyrúnar
Mér finnst skemmtilegt þegar fylgir með notuðum bókum, jóla- eða tækifæriskort frá fyrri eiganda.
Kortið var stílað á Sigurð Þorsteinsson í Hafnarfirði. Það var inní Búnaðarriti, prentuðu í Fjelagsprentsmiðjunni árið 1900, sem ég keypti í fyrrgreindri verslun. Ég er ekki viss um að svo mörg hjón á Íslandi árið 1948 hafi heitað Ólafía og Guðmundur. Svo vill til að sonur langömmusystur minnar hét Guðmundur Marteinsson, hann átti konu sem hét Ólafía Hákonardóttir. Kannski er kortið frá þeim.Hafnarfirði, 23/8 ´48
Hugheilar hamingjuóskir á afmælisdaginn.
Ólafía, Guðmundur.
Minnir mig á það að ég þarf að lesa meira í þessu Búnaðarriti og jafnvel vitna í það hér.
19.11.08
Minning um hrylling
Þegar ég fór í fyrsta sinn á bíómynd í Flúðabíói sem var bönnuð innan 16 ára þá gekk ég út af henni. Sjálfsagt hef ég verið eitthvað yngri en 16. Ég man vel hvað var svona hræðilegt. Maður og kona voru um borð í bát, þau voru bundin við eitthvað tréverk og að þeim steðjaði mikil ógn. Lítil vélmenni sem litu út eins og dúkkur, gengu skrykkjóttum skrefum í áttina til þeirra og gerðu sig líkleg til að éta þau lifandi. Þessar mannætumorðdúkkur voru með hákarlstennur úr glampandi stáli og skelltu þeim saman ótt og títt. Ég gat ekki hugsað mér að horfa á þetta fólk étið lifandi svo þjáningafullt sem það hlaut að verða, þannig að ég ákvað að forða mér og sagðist þurfa að pissa. Ekki veit ég hvaða kvikmynd þetta var.
Flúðabíó var landsbyggðarbíó sem sýndi heimsfrægar stórmyndir í Félagsheimili Hrunamanna einu sinni í viku, á fimmtudögum, sjónvarpslausum dögum.
18.11.08
Kurl Project
Lýsisraunir
17.11.08
Hagsmunamatur
16.11.08
Bankaleynd
"Landsbankanum er óheimilt lögum samkvæmt að tjá sig um einstök viðskipti eða málefni viðskiptamanna sinna og mun sem fyrr fylgja þeim lögum."
Bankaleyndin virðist þó ekki hindra bankana í að miðla upplýsingum um vanskil viðskiptavina sinna til Lánstrausts (Creditinfo). Þeim upplýsingum geta síðan aðrir viðskiptavinir Lánstrausts keypt aðgang að.
Samkvæmt síðasta starfsleyfi Lánstrausts getur kröfuhafi m.a. tilkynnt skuldara inn á skrá Lánstrausts ef skuldarinn mætir ekki til fjárnáms, þrátt fyrir boðun.
15.11.08
Vinsældir
"Ég get reyndar ekki sagt að ég hafi hagað mér þannig að beinlínis væri fallið til vinsælda, en smám saman fór mér þó að skiljast að auralaus Íslendingur er eitthvert það ómerkilegasta kvikindi sem menn telja sig þekkja við hirð Noregskonunga."
Valur smalur
Áfram Hrunamenn! Tími ránfuglanna er liðinn.
14.11.08
Stafsetning á hættutímum
13.11.08
Búsetusaga
Klemman
Nú þarf að standa upp frá þessu samningaborði þegar í stað.
Hafskip
Ég spái því að svona verði velheppnað aprílgabb 1. apríl 2009:
Flutningaskip strandaði í morgun í Háfsfjöru, hlaðið niðursuðuvörum. Mannbjörg varð. Varningnum skolar smám saman upp í fjöruna, þar sem fjöldi fólks er saman kominn til að næla sér í niðursoðna tómata, kokkteilávexti og fleira sjaldséð góðgæti, þrátt fyrir að Þykkbæingar reyni hvað þeir geta til að hrekja aðkomumenn í burtu. Búist er við að til átaka komi, en Ólafur Helgi Kjartansson sagði í samtali við fréttamann að hann og eini lögreglumaðurinn sem hefur ekki verið sagt upp á Selfossi séu í öðru útkalli.
12.11.08
Veljum íslenskt
Þrotaþjóð
11.11.08
Viðskipti við útlönd
10.11.08
Margvíslegar hættur
Í dag gleymdi ég að læsa klósetthurðinni og hún var opnuð.
Breska heimsveldið
Kapp er best
Ég ákvað strax að nú myndi það ekki gerast, sem kannski gæti gerst, að heimilið yrði lengi án rygsugunar af því ég kæmi því ekki verk að að fara í verslun og kaupa nýja ryksugu. (Ekki leiddi ég hugann að kostnaðarhliðinni, enda lifði ég þá í algleymi neysluhyggjunnar, lánsfjárkreppan var rétt óriðin yfir heiminn). Ég ákvað jafnframt nú myndi það ekki heldur gerast að ný ryksuga yrði keypt en sú gamla þvældist fyrir fótum mér mánuðum saman. Umsvifalaust setti ég gömlu ryksuguna í skottið, fór í Elko og keypti spánýja ryksugu frá viðurkenndum framleiðanda. Á leiðinni heim kom ég við í Sorpu og varpaði þeirri gömlu í gám merktan "allskonar annað drasl". Þegar heim kom setti ég nýju ryksuguna í samband. Það sló út.
9.11.08
Mokið ykkar flór
Það voru ríflega miðaldra menn í Spaugstofunni sem lögðu ungmennum orð í munn í lokaatriðinu í gærkvöldi. Það var hvasst atriði, en vakti upp hugsanir um hvort þau hefðu ekki eitthvað að segja sjálf, að eigin frumkvæði.
8.11.08
Nýr lífsstíll
Hágæða fóðrið er einnig þeirrar náttúru að sá sem það étur, skítur skít sem ekki lyktar eins skítlega og annars væri. Það hefur aukið á mín lífsgæði, því þó að þessar losanir fari oftast fram í blómabeðum, þá kemur einstöku sinnum fyrir að innandyra er lagður mótmælaskítur, helst þegar gleymst hefur að fóðra.
Einu sinni las ég um það að lyfjum með samskonar verkun væri útbýtt á japönskum elliheimilum.
6.11.08
Galdrafár
5.11.08
Óhræsin
Fuglar hafa ekki nema í seinni tíð þótt henta til manneldis í minni gömlu heimasveit og kannski víðar í sveitum og sjálfsagt er ímugustur minn á rjúpnadrápum eitthvað því tengdur.
4.11.08
Er á meðan er
Um vorið 1784 dóu nautpeníngur og sauðfé af liðaveiki, brígxlum og innanmeinum, svo sum innyfli vóru annaðhvort ofsastór eður uppvisnuð og í mörgu gallið óhóflega mikið. Hestar dóu margir fullfeitir; þeir átu þá dauðu, hauga, veggi, stoðir og þil frá húsum; sauðfé át ullina hvað af öðru og dó svo.Hann segir að svona hafi "endakleppurinn" lýst sér, þ.e. veturinn 1784-1785:
Niðurstaða mín er í stuttu máli sú að þrengingar íslensku þjóðarinnar nú séu ekki sambærilegar við Móðuharðindin, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.Á manneskjum var húngur og sultur með öllum þeim sjúkdómum sem þar af rísa, einkum blóðsótt, skyrbjúg og hettusótt. Svo algengt var húngrið að sá á fjölda presta og beztu bænda. Þjófnaður og ránsháttur úr hófi, svo eingi mátti vera óhultur um sitt. Þetta var landsins almennt ástand, en þarvið bættust á einstöku stöðum önnur og fleiri bágindi. Í Holta-sveit í Rángárvallasýslu, Hreppum, Biskupstúngum, Skeiðum og neðarlega í Flóa gjörðu jarðskjálftar þ. 14. og 16. Augusti í beztu heyskapartíð stóran skaða. Féllu bæir víða gjörsamliga og niðurbrotnuðu, búsgagn og matvæli spilltust. Stórrigníngar komu, svo það sem fólk neyddist til að klaungra upp af húsum var til kostnaðar, en aungrar frambúðar, hlaut þó strax um sláttinn að gjörast.
Mannskæð sótt gekk þenna vetur, sem vissulega ekki að öllu leyti orsakaðist af atvinnuleysi; var mannfellir svo stór, að í meðalmáta sókn, hvar árlega vóru vanir að burtkallast 20 manneskjur, dóu nú yfir 200, sumstaðar dóu faðir og móðir frá börnunum; fundust svo börnin nær dauða komin og sum útaf dáin, þegar einhvör af öðrum bæ kom af hendíngu að; og tilbar að fundust í einu 10 manneskjur af húngri og máttleysi, sín í hvört sinn og á ýmsum tímum, úti orðnar á veginum frá Krísuvík og Grindavík til Njarðvíkanna eður Vatnsleysu-strandar.
Brennið þið bílar
"Ef hið yfirveðsetta ökutæki brennur til kaldra kola, er skuldari laus allra mála."
3.11.08
Aðgöngumiðinn
Gjaldmiðillinn
2.11.08
Húsfrú Eyrún
Sendiferðir
Eitt af þvi sem maður varð að gera reglulega var að sækja kartöflur í kjallarann í gamla bænum. Þar var margt sem vakti ótta, verst var myrkrið. Kartöflurnar þurftu endilega að vera innst í kjallaranum. Það versta sem fyrir gat komið var að putti lenti á kaf í kartöflumömmu sem leyndist í kartöflupokanum, sá hryllingur gleymist aldrei.
Lyktin í kjallaranum var köld, aðeins rök og mygluð moldarlykt. Alltaf eins. Síðasta vor var ég á ferð í Frakklandi og kom þar í vínkjallara, mörg hundruð ára gamlan. Þar var nákvæmlega sama lyktin.
31.10.08
Úlfur í óskilum
Áhættumat
Lyftan er frá heimsþekktum þýskum framleiðanda, Schindler að nafni, og í henni er tilkynning um að hún hafi staðist reglubundnar prófanir Vinnueftirlits ríkisins.
Ég tek lyftuna oft á dag. Það gera allir.
30.10.08
Kaupsamningur um símtal
Skilmálarnir reyndust vera þeir að ég samþykki að það verði hringt í mig og gerð tilraun til að selja mér nýtt kreditkort frá American Express (einmitt það sem mig vantar í dag).
Með öðrum orðum – ég seldi mig – eitt símtal við mig kostar 500 punkta. Ég ræð þó ennþá hvað ég segi í símtalinu og ef það verður stutt þá er ég með svipað á mínútuna og þær hjá Rauða símatorginu. Ég finn fyrir léttri niðurlægingartilfinningu.
Ef ég fæ tölvupóst þar sem mér eru boðnir 20 000 punktar þá ætla ég að skoða skilmálana fyrst.
29.10.08
Ó Færeyjar
Dimmalætting segir lán Færeyinga til okkar "øgilig upphædd men ein dropi í havinum". Teldupóstur með þakkarávörpum hefur streymt frá Íslendingum inn á ritstjórnina. Fram til þessa höfum við talið okkur þess umkomin að hlæja á kostnað Færeyinga, þessara sannkristnu, hómófóbísku, skerpukjötsétandi sveitamanna sem eyddu peningum sem ekki voru til í vegi og jarðgöng.
Tvisvar hef ég heimsótt Færeyjar, seinna skiptinu man ég vel eftir. Mér fannst merkilegt að vegirnir voru ekki eins og frá er greint í íslenskum tröllasögum þó vissulega væru þeir allir með bundnu slitlagi. Þeir voru mjóir, oft ein akrein og Færeyingar óku lúshægt. Með naumindum var hægt að smeygja sér í gegnum jarðgöngin sem virtust ekki samkvæmt íslenskum stöðlum. Færeyingum er ekki sýnt um flottheit á sama hátt og okkur mörlöndum. Jeppar voru fáir og húsin lítil, það átti líka við um nýju húsin. Rollur Færeyinga eru sennilega jafnmargar þeim sjálfum. Þó eiga þeir hvorki fjárhús né sláturhús. Engin fljót finnast í Færeyjum, bara lækir.
Sendið Dimmalætting þakkarbréf: redaktion@dimma.fo
Orða frjósöm móðir
28.10.08
Líf annarra
27.10.08
Við stofuhita
Hér blasir við það einfalda megrunarráð að lækka hitann í íbúðinni um nokkrar gráður. Líkaminn þarf þá að nota meiri orku til að halda á sér hita. Mikilvægt er að spilla ekki megrandi áhrifum kuldans með því að liggja undir ullarteppi í sófanum.
Mér sýnist það spennandi rannsóknarefni fyrir Lýðheilsustofnun (með myndarlegum fjárstyrk frá Orkuveitu Reykjavíkur) hvort greiður aðgangur Íslendinga að ódýrri orku til húshitunar hafi aukið á offituvanda þjóðarinnar.
2008
26.10.08
Ég lifi í draumi
Timburmenn
25.10.08
Geislun og plokkun
24.10.08
Segðu mér
Bíbí fríkar út
23.10.08
Matador
22.10.08
Í Versölum
Geir Haarde sagði í Kastljósinu að það sé okkar túlkun á málinu að íslenska ríkið beri ekki ábyrgð á Icesave, en að fleiri hliðar séu á málinu en sú lögfræðilega. Góð samskipti við Breta séu okkur dýrmæt. Hann tók fram að við þurfum á samvinnu við Breta að halda til að varðveita eignir bankanna sem eru í Bretlandi. Ég skil það svo að Bretar hafi hótað því að leggja þar enn fleiri steina í götu okkar, nema við lofum að borga. Geir sagði einnig að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn setji það ekki beint sem skilyrði að við borgum Bretum, en sjóðurinn vilji að þetta sé "komið á hreint". Ég geri ráð fyrir að Bretarnir séu að nýta sér þessa staðreynd. Þeir gera á okkur óraunhæfar kröfur, vitandi það að við þurfum að koma málinu á hreint til að fá fyrirgreiðslu sjóðsins. Ef þetta er ekki kúgun þá veit ég ekki hvað það er.
Núna eru Bretarnir að hlusta aftur á viðtalið við Geir og þeir heyra í manni sem er ekki alveg fráhverfur því að borga það sem hann er krafinn um. Hann segist "helst vilja" ljúka þessu án þess að skuldbindingar falli á okkur. Það er vægast sagt áhyggjuefni að það komi til álita að láta þjóðina borga eitthvað sem hún skuldar ekki.
21.10.08
Hvað segir klósettið þitt um þig?
20.10.08
Plötulopi verður að hnykli
19.10.08
Örlæti
Það kæmi mér ekki á óvart þó það yrðu Norðmenn sem á endanum leggðu mest af mörkum við að aðstoða okkur.
18.10.08
Ég er mixari
17.10.08
Varnaðarorð
Ég opnaði áðan rit hans Mannfækkun af hallærum og við mér blasti á blaðsíðu 107 umfjöllun hans um tengsl óhóflegrar hrossakjötsnautnar og hungurdauða:
Það var segin saga, að hrossakjöts-ætur vóru þeir fyrstu sem á þessum hallæris-árum í harðrétti útaf dóu. Orsökin var augljós, að af því þessi nautn var almennilega álitin óheiðvirð, þóttust þeir, er hana brúkuðu, eigi skyldugir til, vóru eigi heldur svo vandir að breytni sinni, að þeir vildu brúka sómaaðferð og sparneytni í þessari matartekju, heldur a) átu sumir en sjálfdauðu og stundum úldin hræ, er horfallin voru aldrei matarhæf, síðst eptir að þau höfðu hálfdauð með blóði og gori legið eitt og annað dægur eða máske eigi allfá á víðavángi, þó vóru dæmi til, að slík væru etin. b) Tilbúningur, sem nærri má geta, var ekki ætið vandaður. c) Og það sem mest olli bana þeirra, er lögðu sér hrossakjöt sér til munns, óhófið, því þeir, sem í hrossakjötsát lögðust, gjörðu það flestir með græðgi, álítandi sér ekki ofgott eður sparandi, þar sem almenningur kallaði óæti, og því vóru sumir, sem annars höfðu fáa menn í heimili, er á vetri lögðu í búið 20, 30 og fleiri hófdýr, seldu þeir bæði fé, kýr og fisk fyrir ótemjur, sem þá fengust með góðu verði; af því óhófi hlauzt það, að þegar hrossin féllu og fengust eigi lengur, þoldu slíkar manneskjur húngur verr en aðrar, útstóðu meiri pínu og dóu fyrr. Eg efast því um, að hrossakjöt svo brúkað hafi viðhaldið nokkurs enn síður margra lífi.
16.10.08
BSÍ
15.10.08
Annarra fé
Sá sem leggur pening á bankareikning er að lána bankanum. Bretar lánuðu Icesaveútibúi Landsbankans út á ábyrgð Tryggingasjóðs, en veltu öryggi bankans minna fyrir sér. Háu vextirnir freistuðu. Nákvæmlega sambærilegt við lánveitingu banka út á ábyrgðarmann.
Icesaveútibú Landsbankans auglýsti sérstaklega upp að Tryggingasjóður okkar ábyrgðist innistæður, þetta er á heimasíðu þeirra:
The first level of protection is provided under the Icelandic Depositors’ and Investors’ Guarantee Fund (www.tryggingarsjodur.is). The maximum protection under this scheme is 100% of the first €20,887 (or the sterling equivalent) of your total deposits held with us.Nú þegar gengið er með fádæma hörku að ábyrgðarmanninum, fyrirtæki hans lagt í rúst og hópur rukkara sendur á heimili hans, er rétt að hann staldri við og skoði vel réttarstöðu sína áður en hann borgar kröfuna upp í topp.
Álagspróf
14.10.08
Dyggð
Nóg lausafé í Borgarnesi
Vélarvana bátur dreginn í land
Hjálpræðisherinn stækkar við sig
Skilorðsbundið fangelsi fyrir kjaftshögg
Íslendingur í frægðarhöll bandaríska sjóhersins
Enn styttist Vestfjarðavegur
Hælisleitendur fá fjármuni
Bolvíkingar efstir á Íslandsmóti skákfélaga
Siv: Þáttur kvenlegra gilda mun aukast
Viðgerð á ljósleiðara hafin
13.10.08
Vinstra augað
12.10.08
Sparigrís
Mikilvægt er að sneiða hjá lífrænt ræktuðum, vistvænum, fair trade matvælum. Of dýrt. Nú er það tilbúni áburðurinn, litarefnin, rotvarnarefnin og skordýraeitrið sem gildir. Ekki má gleyma erfðabreytta gúmmelaðinu.
Reyktar og saltaðar kjötvörur hafa ekki þótt smartar í útrásinni, ég spái því að nú verði breyting á. Fátt jafnast á við bjúgu með uppslubbi.
Einnig skal bent á að ódýrasta magafyllin fæst úr einföldum kolvetnum. Fáið ykkur nammi, pasta, hrísgrjón, kartöflur og hvítasykur.
Prinsippfesta
11.10.08
Framtíðarspá
Uppistand
10.10.08
Endurgjald
9.10.08
Prjónareglur
8.10.08
Fílabrandari rætist
It is a bit like relying on a pocket handkerchief as a safety net for an elephant. Very probably, the elephant will never fall. Very probably, the elephant will not be allowed to fall.Frétt Times virðist hafa orðið tilefni þessarar á mbl.is þar sem Halldór J. Kristjánsson bankastjóri segir að vangaveltur um öryggi sparifjár séu "af hugmyndafræðilegum toga".
Fíllinn er lentur.
Nýtilegir málshættir
Þeim verður að svíða sem undir míga.
Það kostar klof að ríða röftum.
Grísir gjalda, gömul svín valda.
7.10.08
Villta vestrið
Ég hef mikið dálæti á skiltum með texta, þetta hér gæti verið gagnlegt í fyrirtækjum þar sem synja þarf fólki um afhendingu á sínu eigin fé.
6.10.08
Leap of faith
Raunar er þetta blaðsíða úr Allers Familj-journal sem komst í mína eigu fyrir löngu síðan í skiptum fyrir eina evru.
Kæru lesendur
5.10.08
Ágrip af sögu stimpilgjalda
Spilun
4.10.08
Fortíðin kemur
Heiðveig
Ætli maður eigi eftir að ganga með svona upp á vasann. Vottorð af þessu tagi er til dæmis hægt að gefa út á grundvelli þessarar nýju spjaldskrár hans Sarkozy um hegðunarmunstur þegnanna.
3.10.08
Ávöxtun
2.10.08
Eignarhald á smjöri
1.10.08
Óhappatilviljun
30.9.08
Línuleg hugsun
Lánalína mun vera tilboð lánveitanda um að veita lánafyrirgreiðslu með tilteknum kjörum á tilteknum tíma. Það virðist mikilvægt að eiga töluvert af slíkum vilyrðum í safni sínu til að geta valið það besta þegar fjár er vant.
Þetta virðist í fljótu bragði fullkomlega sambærilegt við margreyndar og sannprófaðar aðferðir við samningagerð á öldurhúsum. Tilboðum um fyrirgreiðslu er þar veitt viðtaka og síðan eru þau metin þegar nær dregur lokun, með hliðsjón af framboði og eftirspurn á markaði, samningi er landað og hann efndur in natura.
Greinilegt er að lánalínur geta verið til skamms tíma og kallast þá gjarnan lausafjárlínur, en geta einnig falið í sér skuldbindingu til lengri tíma. Langtímalína væri lýsandi orð yfir slíkt, en virðist ekki hafa náð útbreiðslu.
29.9.08
Aðgát skal höfð
Eitt verð ég þó að segja í tilefni af forsíðufrétt Fréttablaðsins um gríðarlega eftirspurn á sláturmörkuðum. Þeir markaðir munu vera mjög líflegir og líklegt að verð á slátri og vörum til sláturgerðar fari hækkandi í samræmi við lögmálið sígilda um samspil framboðs og eftirspurnar.
Ég bendi á að það eru ennþá jafnmargar hitaeiningar í lifrarpylsunni og blóðmörnum og hingað til hafa verið. Enginn samdráttur þar. Ekki færri en 400 hitaeiningar eru í 100 grömmum. Hundrað gömm af slátri er ekki stór biti.
28.9.08
Ég sagði það
27.9.08
Skemmtiferðir
Þannig vekur nýjasta tilraunaverkefnið um samstillingu beiðslis hjá mjólkurkúm með aðstoð hormónalyfja mikla forvitni og eftirvæntingu því að vel getur verið, að hér sé í augsýn lausn á því vandamáli, þegar kýr fá ekki fang vegna dulbeiðslis, eða þegar þær halda ekki uppi yxnmálum.
26.9.08
Flugferðir
25.9.08
Handrukkari í heimsklassa
24.9.08
Samband hefur náðst við raunveruleikann
23.9.08
Fundið fé
Ástæðan fyrir þessu var sú að ég rifjaði upp af litlu tilefni smá óhapp sem ég varð fyrir og tengdist nokkrum rabbarabaraleggjum sem ég uppskar snemma sumars og varpaði í skottið. Því miður átti ég ekki næst erindi þangað fyrr en um haustið.
22.9.08
Eitt samsærið enn
Yfirleitt fylgir mynd af þurrkara með kross yfir. Skil ekki hvað hægt er að selja mikið af þurrkurum, það finnst varla flík sem virðist þola vistina þar. Svo er klykkt út með "dry flat" eða "stretch to shape". Hvar á maður að breiða úr öllum þessum blautu fötum? Á gólfið kannski? Ég sé kettina í anda taka krók framhjá.
Sennilega er þetta eitt allsherjar samsæri. Hér er ekki hægt að gera neitt rétt. Það er hægt að skipta öllum þessum skilaboðum út fyrir þessi: Ef flíkin skemmist í þvotti þá er það þér sjálfri að kenna.
Það eru þó til ein skilaboð af þessum toga sem ég fagna ævinlega og er ekki í minnstu vandræðum með að fara eftir, sjá mynd.
21.9.08
Hagfræði
Rannsóknir mínar hafa leitt í ljós að þetta lýsir sér svona:
Ég fæ lánaða bók á bókasafninu og sel hana á 300 kr. í þeirri von að geta keypt sömu bók í Góða hirðinum á 200 kr. áður en skiladagur kemur á bókasafninu.
Um hrikalega lengd eilífðarinnar
Fyrir austan sól og vestan mána er fjall og á hundrað ára fresti kemur lítil fugl og brýnir nefið á fjallinu. Þegar fjallið er sorfið í burtu þá er liðið eitt andartak eilífðarinnar.
Sjálfsagt hefur þetta verið orðað á fegurri hátt í sögunni en ég man þetta alltaf svona. Þegar ég las þetta sem barn þá þyrmdi yfir mig.
20.9.08
Hendistefna
19.9.08
Misminni um húsráð
18.9.08
Mannfækkun af hallærum
Nú á krepputímum er gott að líta í þessa bók sér til hjálpræðis. Hannes telur að Íslendingar séu fljótari en aðrir að ná sér upp eftir hallæri:
Ísland fær tíðum hallæri, en ekkert land í Norðurálfunni er svo fljótt að fjölga á ný manneskjum og bústofni sem það, og er því eigi óbyggjandi.Hannes bendir á nauðsyn þess að koma fátæklingum nógu fljótt til hjálpar:
Það er til lítils að lækna áfallna fátækt, nema undir eins sé komið í veg fyrir þá áfallandi. Við uppsprettu skal á stemma, en eigi að ósi; svo kostar miklu minna að hjálpa fátækum fyrst, þá þeir komast á knén til falls, en reisa þá á fætur, eftir að þeir eru dottnir um koll. Þegar þeir fyrst eru komnir á vergang verða þeir úr því sjaldan til nota, en draga marga aðra með sér, og þá þarf miklu meira þeim til bjargar en áður.Þetta skrifar maðurinn fyrir ríflega 200 árum.
Erfiðleikar í heimilishaldi
17.9.08
Þeim verður að svíða
16.9.08
Ábyrgð
15.9.08
Á réttum Kili
Helgardvöl
14.9.08
Endurance
Á Aðalvídeóleigunni fékkst uppúr 1980 spóla með þessu nafni, innihélt japanskt afþreyingarefni úr sjónvarpi. Spólan var tekin til sýninga á heimili á Bergstaðastræti sem ég kom stundum á. Ég hef ekki orðið jafngóð eftir að hafa horft á þetta. Japanir að pína sjálfa sig og aðra af einlægri hjartans lyst. Þeir gangast glaðir undir óskiljanlegar píslir. Þetta ættu allir að sjá, útvíkkar reynsluheiminn töluvert. Ef þessi spóla er einhversstaðar til í dag þá er það sennilega í Laugarásvídeói.
13.9.08
Hvítárnes
12.9.08
Meira um merkingar
Þarna geta áhugasamir kynnt sér hvernig markið mitt lítur út. Það er hvatt hægra og tvírifað í heilt vinstra. Númer 25 og 46 á myndinni.
Í markaskránni er þess getið að mikilvægt sé að menn eigi ekki sammerkt við einhvern sem býr nærri, vegna hættu á misdrætti. Ég held ég eigi ekki sammerkt við neinn.
Lífsleikni 101
11.9.08
Merking
Kannski var húsfélagið bara að setja upp nýja póstkassa og bjöllur.
Undir háfjallasól
Næstu dagar og vikur voru litrík. Ég var skaðbrunnin allan hringinn niður að hnjám. Fyrsta daginn var skærbleikt ríkjandi litur, síðan yfir í rautt, blóðrautt, pósthúsrautt, nautakjötsrautt og jafnvel fjólublátt á köflum. Þegar hámarksbruna var náð komu fram nýjir litir, indíánarautt, múrsteinsrautt, rauðbrúnt og yfir í rónabrúnan leðurlit. Svo byrjuðu hamskiptin. Dökkbrúna leðrið datt af í stórum stykkjum og undan kom í ljós kom nýr rauður litur, hann varð síðan brúnn, flagnaði aftur og og undan kom aðeins ljósari rauður litur og þannig koll af kolli. Ég var skjöldótt vikum saman og var að sjálfsögðu kölluð Rúna brúna allt þetta sumar og jafnvel lengur.
Þetta var alveg órúlega vont. Ef þetta gerðist í dag myndi ég vilja leggjast á spítala með morfín í æð. Ég fór ekki til læknis og lá bara fáeina daga undir laki heima. Mamma smurði á mig einhverju sem læknirinn sendi með rútunni. Þetta sumar gekk ég í víðum fötum og notaði nærbuxur af pabba.
Ég þótti ekki nógu frambærileg til að servera í sal svona útlítandi (það var svo hár standardinn á Hótel Flúðum) en var höfð lengi í eldhúsinu. Ég man hvað það var óþægilegt þegar ég tók fulla grind af heitu leirtaui út úr Hobart vélinni og sjóðandi gufan réðist á mig.
Ummerkin voru greinileg í mörg ár og sjást aðeins ennþá. Ég hef ekki orðið almennilega hvít aftur. Þetta var ekki í síðasta sinn sem ég notaði háfjallasólina og ekki í síðasta sinn sem ég brenndi mig í henni.
10.9.08
Rúsínufræði
9.9.08
Less is a bore
8.9.08
Grámosinn gugginn
Hver mosaplanta getur verið mörg hundruð ára heyrði ég að Sigurður H. Magnússon plöntuvistfræðingur sagði. Hann er náfrændi minn og kenndi mér líffræði í Flúðaskóla þannig að gleymist ekki. Ég ber afskaplega mikla virðingu fyrir gömlum lífverum. Ekki síst þeim sem vaxa á steinum og þessvegna veitti ég þessu sérstaka athygli. Besta fréttin um mosaeyðinguna er auðvitað á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar segir að afar líklegt að um mengun sé að ræða og að öllum líkindum brennisteinsvetni.
7.9.08
Partasalan
Það væri samt svekkjandi að vakna upp hinumegin og frétta að maður sé ekki gjaldgengur þar af því mikilvæg líffæri voru brottnumin.
Nei því miður, hér inni er gerð krafa um að fólk sé í heillegu standi, svona eru bara reglurnar, þetta hefur alltaf verið svona. Lastu ekki kynningarefnið? Nei það eru ekki gerðar undantekningar. Það er bara ekki hægt. Computer says no.Ef maður kemst yfir þessar áhyggjur og ákveður að taka sjensinn á líffæragjöf, þá er upplagt að melda það til Sigurðar landlæknis eins og hann býður uppá hér.
6.9.08
Kaloríusmygl
5.9.08
Drápssniglarnir koma
4.9.08
Leirgerður
3.9.08
Ég merki fé
Hvatt þýðir að eiginlega er eyrað látið enda í oddi. Tvírifað í heilt eru tvær samsíða lóðréttar rifur oní eyrað. Ég er fegin að markið mitt er ekki með neinu til hægri eða vinstri af því það er ekki mín sterka hlið að þekkja hægri frá vinstri og allra síst á kind.
Ef einhver finnur sauðkind með þessu marki þá á ég hana. Ég ætla í réttirnar um næstu helgi að leita.
Hollvinasamtök yfirgefin
2.9.08
Undir áhrifum
Mig langar líka alltaf í hreingerningarefni sem á undraverðan hátt fjarlægja gamalgróinn og innmúraðan skít. Það veitir mér einhverja vellíðan að sjá glampandi hreina rönd birtast undan tuskunni sem danska konan beitir svo áreynslulaust. Ég vil gera eins og hún. Mig langar í Cillit Bang.
31.8.08
The turf-killer
Búvélaverksmiðjur Heinrich Lanz í Mannheim í Þýskalandi (Landbaumotor Lanz) smíðuðu þúfnabanann. Fyrirtækið var stofnað 1859 og var til í hundrað ár þar til það var yfirtekið af John Deere. Hér er vefsíða aðdáanda Lanz með ótal myndum af tækjum framleiddum hjá verksmiðjunum, þar eru líka hljóðskrár, þar sem hægt er að heyra vélarnar mala og hósta.
Lanz er liðinn undir lok, þúfnabaninn bugaður af elli og nú er umsjónarmaður vefjarins látinn og auglýst er eftir manni til að taka við starfinu. Ideal hobby for a retiree eins og þar segir. Það þýðir sennilega ekki að senda inn mynd af þúfnabananum á meðan vefstjórinn er dauður.
Aðeins þeir allra frægustu komast á frímerki, þúfnabaninn komst í þann hóp í vor. Hann var af því tilefni þýddur á ensku og heitir á því máli turf-killer. Hm.
Í Norðurárdal
Í ljós kom að ég er nokkuð skotfim. Ég gat hitt það sem ég miðaði á, reyndar af mjög stuttu færi. Nú langar mig að skjóta af alvörubyssu, en er ekki búin að gera það upp við mig hverju ég vil beina henni að. Helst engu lifandi. Ég er í hópi þeirra sem borða kjöt en vil að aðrir fremji morðið.
29.8.08
I Kina spiser de hunde
Voru hraun reykt að fjósvist lokinni? Voru lappir sviðnar, áður en þær voru settar í fjós? Mátti hver sem var borða nautsheila og hvernig var hann matreiddur? Voru nautshausar (kýr?) soðnir í heilu lagi eða granir sagaðar af? Hvað kallaðist fóstur í kálffullri kú, sem felld var (aplakálfur eða annað)? Var óborinn kálfur nokkurn tíman notaður til matar og þá hvernig matreiddur? Var óborinn kálfur fleginn með venjulegum hætti eða tekinn af honum belgur? Voru ungkálfar teknir úr karinu undir hnífinn? Var sagt um kálfa, sem bauluðu við blóðtrog, að þeir bæðu um líf? Nægði það til lífs? Voru kálfar flegnir samdægurs og þeir voru skornir? Var um það rætt, að dauðir kálfar fitnuðu í skinninu og þá hve lengi? Hvað nefndist þefur af illa verkuðu hrossakjöti (hrælykt eða annað)?
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins óskar svara við þessum spurningum og mörgum fleiri.
28.8.08
Eldvarnapistill
Orður og vatn
Bjarni Fritzson virðist taka örlögum sínum af jafnaðargeði. Fimmtándi maðurinn sem fékk aldrei að vera með í leiknum. Ólafur Ragnar segir algengt að orðuþegar séu í raun fulltrúar hóps. Bjarni Fritzson hef'ði verið verðugur fulltrúi allra sem ekki hafa fengið að vera með í leik sem þá langaði til að vera með í. Ég held að margir þeirra sem hafa verið hafðir útundan finni til samkennndar með Bjarna þessum. Það innsiglar hlutskipti Bjarna að hann fær auðvitað enga orðu.
Sér nú loks fyrir endann á íþróttatengdum skrifum mínum. Aðeins eitt enn, það hlýtur að verða gefið út almanak fyrir 2009 með myndum af hetjunum.
27.8.08
Bogar
Þegar ég skoðaði Títusarbogann hafði verið tyllt spotta þvert á gönguleiðina undir bogann. Ekki marséra hér í gegn sagði spottinn. Einhver vildi ekki að Títus yrði hylltur fyrir verk sitt í Jerúsalem fyrir tvöþúsund árum eða svo. Geymt en ekki gleymt.
26.8.08
Meindýramosi
Ef það er raki og skuggi í garðinum, þá mun þar vaxa mosi, skiptir engu hvað menn djöflast með mosatætara eða mosaeyði. Ég sá um daginn mosa kallaðan vágest á vefsíðu verslunar með garðvörur. Greinilega mikil ógn við tilveru garðeigenda. Þessi síða er óborganleg. Meindýravarnir Suðurlands hafa látið mál þetta til sína taka með afgerandi hætti og ætla greinilega ekki að láta mosann leggja undir sig héraðið. Mosi er orðinn meindýr:
Mosi er helsti óvinurinn í heimagörðum.Japanir hafa heilbrigða afstöðu til mosa. Þeir rækta mosa af mikilli natni í sínum görðum. Ég heyrði í fyrra sanna sögu af japönskum manni sem tafðist mjög á leið sinni frá Reykjavík til Arnarfjarðar, hann sá svo mikið af ómótstæðilegum mosaþembum á leiðinni. Hann gat ekki keyrt framhjá þeim án þess að stoppa og klappa mosanum.
Hægt er að leigja mosatætara ef bletturinn sé að breytast í mosateppi.
Gangi ykkur vel að berjast við mosann.
Víða má finna leiðbeiningar um hvernig á að greiða fyrir mosavexti í garðinum. Það er gert með því að búa til graut í blandaranum úr tættum mosa og fleiru, grauturinn er síðan borinn á þann flöt sem óskað er eftir að mosavaxi. Hér er mælt með blöndu af leir, vatni, fiskiáburði og tættum mosa. Önnur uppskrift inniheldur bjór, sykur og mosa. Aðrir telja súrmjólk eða jógúrt skila betri árangri. Þetta er mikil gullgerðarlist.