Það varð til þráður í huganum á milli tveggja fréttapistla sem voru áðan í útvarpinu. Fyrst var sagt frá gróðurskemmdum á Hellisheiði. Þar er mosi (hraungambri) að drepast af mengun frá virkjuninni. Á eftir var sagt frá dómi yfir mótmælendum frá Saving Iceland. Þeir fengu fjársektir fyrir að fara ekki að lögum í mótmælum sínum við Hellisheiðarvirkjun. Enginn mun sekta Orkuveituna fyrir mosaeyðinguna. Sennilega löglegt. Ég spái því að Orkuveitan komi með metnaðarfullar mótvægisaðgerðir, sái Alaskalúpínu í sárin og bjargi þannig Íslandi.
Hver mosaplanta getur verið mörg hundruð ára heyrði ég að Sigurður H. Magnússon plöntuvistfræðingur sagði. Hann er náfrændi minn og kenndi mér líffræði í Flúðaskóla þannig að gleymist ekki. Ég ber afskaplega mikla virðingu fyrir gömlum lífverum. Ekki síst þeim sem vaxa á steinum og þessvegna veitti ég þessu sérstaka athygli. Besta fréttin um mosaeyðinguna er auðvitað á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar segir að afar líklegt að um mengun sé að ræða og að öllum líkindum brennisteinsvetni.
8.9.08
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment