20.9.08

Hendistefna

Ég á erfitt með að henda ílátum sem ég held að ég geti kannski einn góðan veðurdag haft not af. Tómur skókassi fellur þarna undir. Kannski er þetta til vitnis um að ég þjáist af djúpstæðum ótta við að líða skort.

No comments: