Um vorið 1784 dóu nautpeníngur og sauðfé af liðaveiki, brígxlum og innanmeinum, svo sum innyfli vóru annaðhvort ofsastór eður uppvisnuð og í mörgu gallið óhóflega mikið. Hestar dóu margir fullfeitir; þeir átu þá dauðu, hauga, veggi, stoðir og þil frá húsum; sauðfé át ullina hvað af öðru og dó svo.Hann segir að svona hafi "endakleppurinn" lýst sér, þ.e. veturinn 1784-1785:
Niðurstaða mín er í stuttu máli sú að þrengingar íslensku þjóðarinnar nú séu ekki sambærilegar við Móðuharðindin, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.Á manneskjum var húngur og sultur með öllum þeim sjúkdómum sem þar af rísa, einkum blóðsótt, skyrbjúg og hettusótt. Svo algengt var húngrið að sá á fjölda presta og beztu bænda. Þjófnaður og ránsháttur úr hófi, svo eingi mátti vera óhultur um sitt. Þetta var landsins almennt ástand, en þarvið bættust á einstöku stöðum önnur og fleiri bágindi. Í Holta-sveit í Rángárvallasýslu, Hreppum, Biskupstúngum, Skeiðum og neðarlega í Flóa gjörðu jarðskjálftar þ. 14. og 16. Augusti í beztu heyskapartíð stóran skaða. Féllu bæir víða gjörsamliga og niðurbrotnuðu, búsgagn og matvæli spilltust. Stórrigníngar komu, svo það sem fólk neyddist til að klaungra upp af húsum var til kostnaðar, en aungrar frambúðar, hlaut þó strax um sláttinn að gjörast.
Mannskæð sótt gekk þenna vetur, sem vissulega ekki að öllu leyti orsakaðist af atvinnuleysi; var mannfellir svo stór, að í meðalmáta sókn, hvar árlega vóru vanir að burtkallast 20 manneskjur, dóu nú yfir 200, sumstaðar dóu faðir og móðir frá börnunum; fundust svo börnin nær dauða komin og sum útaf dáin, þegar einhvör af öðrum bæ kom af hendíngu að; og tilbar að fundust í einu 10 manneskjur af húngri og máttleysi, sín í hvört sinn og á ýmsum tímum, úti orðnar á veginum frá Krísuvík og Grindavík til Njarðvíkanna eður Vatnsleysu-strandar.
No comments:
Post a Comment