28.8.08

Orður og vatn

Það var pínulítið flott þegar flugmennirnir voru að monta sig áðan á flugvélunum og þyrlunum. Ég sá útum vinnugluggann minn þegar flugvélin með liðið lenti og þar biðu tveir slökkvibílar sem stóðu andspænis hvor öðrum og sprautuðu vatni upp í loftið úr langstærstu stútunum þannig að myndaðist vatnsbogi (sigurbogi?) sem flugvélin keyrði undir. Mér varð um og ó.

Bjarni Fritzson virðist taka örlögum sínum af jafnaðargeði. Fimmtándi maðurinn sem fékk aldrei að vera með í leiknum. Ólafur Ragnar segir algengt að orðuþegar séu í raun fulltrúar hóps. Bjarni Fritzson hef'ði verið verðugur fulltrúi allra sem ekki hafa fengið að vera með í leik sem þá langaði til að vera með í. Ég held að margir þeirra sem hafa verið hafðir útundan finni til samkennndar með Bjarna þessum. Það innsiglar hlutskipti Bjarna að hann fær auðvitað enga orðu.

Sér nú loks fyrir endann á íþróttatengdum skrifum mínum. Aðeins eitt enn, það hlýtur að verða gefið út almanak fyrir 2009 með myndum af hetjunum.

No comments: