Mér finnst skemmtilegt þegar fylgir með notuðum bókum, jóla- eða tækifæriskort frá fyrri eiganda.
Kortið var stílað á Sigurð Þorsteinsson í Hafnarfirði. Það var inní Búnaðarriti, prentuðu í Fjelagsprentsmiðjunni árið 1900, sem ég keypti í fyrrgreindri verslun. Ég er ekki viss um að svo mörg hjón á Íslandi árið 1948 hafi heitað Ólafía og Guðmundur. Svo vill til að sonur langömmusystur minnar hét Guðmundur Marteinsson, hann átti konu sem hét Ólafía Hákonardóttir. Kannski er kortið frá þeim.Hafnarfirði, 23/8 ´48
Hugheilar hamingjuóskir á afmælisdaginn.
Ólafía, Guðmundur.
Minnir mig á það að ég þarf að lesa meira í þessu Búnaðarriti og jafnvel vitna í það hér.
No comments:
Post a Comment