26.11.08

Svartar fjaðrir

Það óhapp varð hér á heimilinu að ástargaukurinn Hómer litaði sjálfur fjaðrirnar á hálsinum sér svartar með augnbrúnalit. Ég geri ráð fyrir að atvik sem þessi séu tölfræðilega sjaldgæf, en greinilega ekki óhugsandi. Hann er líka með svartan blett á tungunni.

Þeir sem hafa brúkað augnabrúnalit vita að lit og festi blandað saman í lítið ílát. Sjálfsagt er til fólk sem þrífur ílátið strax eftir notkun. Aðrir loka páfagaukinn inni á baðherberginu þar sem nefnt ílát liggur á glámbekk með háskalegu innihaldinu.

Mig langar að taka það fram að fangelsun gauksins á baðherberginu var gerð með persónulegt öryggi hans í huga, en þófaljónin vilja hann feigan.

No comments: