4.12.08
Yfirdrif
Kona utan af landi var farþegi í bifreið minni nýlega. Þar sem við ókum undir Ingólfsfjalli, framhjá litla kofanum sem stendur innan um stóru björgin, veitti hún athygli litlu ljósi sem logaði í mælaborðinu. Þetta var mjög lítið ljós, eiginlega var þetta óljós. Skilaboðin voru: o/d off. Hnappur fannst eftir stutta leit í bifreiðinni. Við að þrýsta á hann slokknaði á ljósinu, bifreiðin skipti um gír (bifreiðin hefur þá náttúru að skipta um gír óumbeðin) og snúningshraðamælirinn datt umsvifalaust niður. Að sögn farþegans var hér um að ræða svokallað "overdrive". Ég reyndi að lesa mér til um yfirdrifið á wikipedia og sá að það skiptir þónokkru máli hvort það er on eða off. Af þessu má læra að ástæða er að veita fulla athygli logandi ljósum í mælaborði.
Labels:
Bílar,
Misskilningur
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment