Það er töluvert ferðalag frá Reykjavík og á Beinahól á Kili. Þó er það aðeins eins skós ferð samkvæmt stöðlum Ferðafélags Íslands. Ég tel að sú flokkun þarfnist endurskoðunar. Mér var skítkalt á Beinahól og hugsaði stíft til Reynistaðarbræðra. Beinin á Beinahól eru víst ekki öll jafngömul. Einhverntíman var bætt í, enda lítið varið í hólinn beinlausan. Hann er ekki stórbrotinn frá náttúrunnar hendi. Það er afskaplega karakterstyrkjandi að ganga lengi lengi á Kili í slagveðri, sérstaklega þegar beitt er upp í vindinn. Mér finnst ég vera mun öflugri einstaklingur eftir þessa ferð en áður en hún var farin.
Ferðafélagi minn Olgeir Helgi Ragnarsson frá Borgarnesi tók þessa mynd af veðurbörðum hópnum þar sem hann maular skrínukost sinn á Beinahól.
No comments:
Post a Comment