19.10.08

Örlæti

Ég heyrði sögu af eldri íslenskum hjónum. Þau eru dugleg að ferðast og njóta lífsins. Fyrir örfáum dögum voru þau í lestarvagni í einu nágrannalandi okkar. Í vagninn kom norsk kona á tíræðisaldri og tóku þau tal saman. Þessi hjón eru ekki mikið tungumálafólk og það átti einnig við þá norsku. Samtalið var því brotakennt en það snérist um þau miklu peningavandræði sem við Íslendingar höfum ratað í. Endaði með því að norska frúin seildist eftir veski sínu og rétti hinum bágstöddu hjónum seðil svo þau mættu kaupa sér máltíð.

Það kæmi mér ekki á óvart þó það yrðu Norðmenn sem á endanum leggðu mest af mörkum við að aðstoða okkur.

No comments: