12.8.08

Hómer og góðu hjarðmeyjarnar

Það er víðar hægt að kaupa notaða hluti en í Góða hirðinum. Eitt af því sem fram fer á Barnalandi er kaup, sala og skipti á notuðum varningi og ég fullyrði að þar er stærsti markaður landsins með slíkt. Fjöldi auglýsinganna er hreint ótrúlegur, ekki færri en 1500 sem hafa verið hreyfðar síðasta sólarhringinn.

Á Barnalandi keypti ég í dag notaðan ástargauk, Hómer að nafni. Hann er sannkallaður draumagaukur, ræðinn, myndarlegur og snyrtilegur. Ég borgaði 17 þúsund fyrir gauk, búr og plastpoka með búslóð hans, það er í kringum 1/3 af smásöluverði. Nú verð ég verð að passa að kettirnir éti ekki Hómer ástargauk.

Vöruúrval á Barnalandi er meira en í Hirðinum. Hægt er að kaupa þar allt nema mjólk og brauð. Hamstrastelpur, iPhone, latínubækur, gervigæsir, gervineglur, fiðla, Ranger Rover, hakkavél, túbusjónvörp og ferlega krúttlegir kettlingar (kassavanir).

No comments: