27.8.08

Bogar

Er ekki ástæða til að reisa sigurboga í tilefni þess að hetjur snúa heim úr sigurför? Hópur af stæltum strákum á opnum vagni í miðborginni, það minnir dálítið á regnboga.

Þegar ég skoðaði Títusarbogann hafði verið tyllt spotta þvert á gönguleiðina undir bogann. Ekki marséra hér í gegn sagði spottinn. Einhver vildi ekki að Títus yrði hylltur fyrir verk sitt í Jerúsalem fyrir tvöþúsund árum eða svo. Geymt en ekki gleymt.

Sigurbogi gæti annars verið mannsnafn. Ekki síður en Sigurgeir.

No comments: