13.11.08
Búsetusaga
Ég flutti í bæinn eftir stúdentspróf. Síðan þá hef ég hengt húfur mína upp á Tjarnarstíg, Kjarrhólma, Laufásvegi (tvær íbúðir), Kaplaskjólsvegi, Stóragerði, Álftamýri og Nökkvavogi. Í þessari röð. Fyrstu tvær göturnar eru reyndar ekki í Reykjavík. Ekki alls fyrir löngu þurfti ég að reka erindi á Nesveginum, og fékk þá hugmynd að líta á gamla húsið mitt á Tjarnarstíg í leiðinni. Ég villtist, það var allt svo breytt. Það var í sjálfu sér gott að húsið var óþekkjanlegt, það var ekki á sparifötunum þegar ég bjó þar. Hún María Árelíusdóttir sem leigði okkur húsið sitt árið 1980, fimm tvítugum krakkakvikindum, hlýtur að hafa haft óbilandi trú á að hið góða fyrirfyndist innra með hverjum einstaklingi. Hún kvaðst aðeins fara fram á að húsið hennar yrði ekki "frægt hús". Við reyndum að verða við því.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment