12.11.08
Veljum íslenskt
Ekki er vika liðin síðan ég kvartaði hér yfir skelfilegu verði á innfluttu hágæða kattafóðri og taldi einsýnt að ég yrði framvegis að fóðra mín elskuðu þófaljón á billegum Euroshopper hroða með yfirvofandi heilsutjóni fyrir þá fóstbræður. Það er mikið því mikið ánægjuefni að sjá að bráðlega verður hægt að kaupa íslenskan kattamat, framleiddan af fyrirtækinu Murr ehf. á Súðavík úr iðrum íslenskra húsdýra, fyrir íslenskar krónur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment