13.11.08

Hafskip

Langt er orðið síðan ég heyrði síðast frétt í útvarpi þess efnis að skip hlaðið nauðsynjavöru hafi lagst við bryggju í Reykjavík. Helgafellið. Væntanlega eitt þeirra sex skipa sem koma næsta árið.

Ég spái því að svona verði velheppnað aprílgabb 1. apríl 2009:

Flutningaskip strandaði í morgun í Háfsfjöru, hlaðið niðursuðuvörum. Mannbjörg varð. Varningnum skolar smám saman upp í fjöruna, þar sem fjöldi fólks er saman kominn til að næla sér í niðursoðna tómata, kokkteilávexti og fleira sjaldséð góðgæti, þrátt fyrir að Þykkbæingar reyni hvað þeir geta til að hrekja aðkomumenn í burtu. Búist er við að til átaka komi, en Ólafur Helgi Kjartansson sagði í samtali við fréttamann að hann og eini lögreglumaðurinn sem hefur ekki verið sagt upp á Selfossi séu í öðru útkalli.

No comments: