16.11.08

Bankaleynd

Forsvarsmenn bankanna voru afar meðvitaðir um þá skyldu sína að upplýsa ekki um einkamálefni viðskiptavina þegar þeir neituðu að svara spurningum viðskiptanefndar Alþingis um hvort tiltekinn aðili hefði fengið lánað fé.

"Landsbankanum er óheimilt lögum samkvæmt að tjá sig um einstök viðskipti eða málefni viðskiptamanna sinna og mun sem fyrr fylgja þeim lögum."

Bankaleyndin virðist þó ekki hindra bankana í að miðla upplýsingum um vanskil viðskiptavina sinna til Lánstrausts (Creditinfo). Þeim upplýsingum geta síðan aðrir viðskiptavinir Lánstrausts keypt aðgang að.

Samkvæmt síðasta starfsleyfi Lánstrausts getur kröfuhafi m.a. tilkynnt skuldara inn á skrá Lánstrausts ef skuldarinn mætir ekki til fjárnáms, þrátt fyrir boðun.

1 comment:

Anonymous said...

I like your blog.
Paulo
Portugal