24.10.08

Bíbí fríkar út

Hómer ástargaukur er stressuð týpa ef ekki illa manískur. Samskipti okkar eru satt að segja frekar yfirborðsleg. Yfirleitt virðist hann áhyggjufullur, ringlaður eða æstur, eða allt þetta í senn. Stundum hugsa ég um hve fljótlegt væri að snúa hausnum á honum einn hring án þess að búkurinn fylgdi með. Þófaljónin hafa líka áætlanir um Hómer ástargauk.

No comments: