Sumar sjónvarpsauglýsingar ná til mín. Stundum hellist yfir mig óstjórnleg löngun í kók við það eitt að sjá það auglýst í sjónvarpinu, þá gæti ég gert hvað sem er til að þamba það ískalt af stút. Þessi tilfinning líður sem betur fer fljótt hjá ef henni er ekki sinnt.
Mig langar líka alltaf í hreingerningarefni sem á undraverðan hátt fjarlægja gamalgróinn og innmúraðan skít. Það veitir mér einhverja vellíðan að sjá glampandi hreina rönd birtast undan tuskunni sem danska konan beitir svo áreynslulaust. Ég vil gera eins og hún. Mig langar í Cillit Bang.
2.9.08
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment