21.9.08

Um hrikalega lengd eilífðarinnar

Ætli þetta hafi ekki verið í norsku ævintýrunum sem þeir söfnuðu Asbjørnsen og Moe. Tvær eða þrjár brúnar bækur með brúnum þykkum blaðsíðum, uppi í hillu hjá afa of ömmu.

Fyrir austan sól og vestan mána er fjall og á hundrað ára fresti kemur lítil fugl og brýnir nefið á fjallinu. Þegar fjallið er sorfið í burtu þá er liðið eitt andartak eilífðarinnar.

Sjálfsagt hefur þetta verið orðað á fegurri hátt í sögunni en ég man þetta alltaf svona. Þegar ég las þetta sem barn þá þyrmdi yfir mig.

No comments: