25.12.08

Af kjöti

Ég lenti í því að halda fram gegn ofurefli fjöldans að bógur, nánar tiltekið grísabógur, væri framantil af skepnunni, herðarnar. Viðmælendur mínir töldu að bógurinn væri tilsvarandi lend á manni. Þegar kröftuglega er efast um það sem maður segir, fer stundum svo að maður efast að lokum sjálfur. Það gerðist þó ekki í þetta sinn. Ég minnist þess að hafa heyrt ungmenni mér nákomið kalla þetta stykki framlæri.

Af þessu tilefni rann upp fyrir mér að orðið lambalæri er ekki eins gegnsætt og ætla mætti í fyrstu. Bróðurparturinn af lambalæri er í raun rassinn á skepnunni. Lambsrass. Segja má að orðið lambalæri flokkist undir skrauthvörf.

No comments: