19.9.08

Misminni um húsráð

Mér hljóta að hafa orðið á mistök því einn morguninn vaknaði ég með bakið límt með tyggjói við lakið á rúminu. Ég notaði terpentínu til að ná tyggjóinu úr lakinu og var óspör á hana. Nú hefur lakið verið þvegið tvívegis við 60 gráður á Celsíus, sem er ráðlagður hámarkshiti í tilviki þessa laks. Mikið af þvottaefni er nú á leið til sjávar. Hreinsun á tyggjói tókst mjög vel, ekki er arða af því sjáanleg en terpentínufnykurinn af lakinu er svo yfirgengilegur að mér liggur við öngviti. Svona lagað kemur auðvitað ekki fyrir gömul og ljót lök.

No comments: