10.11.08

Breska heimsveldið

Þessi Icesave kúgun gengur ekki lengur. Það er sagt í öðru orðinu að ekki sé skilyrði að Bretum sé greitt, en í hinu orðinu sagt að við þurfum að vera búin að ná við þá samkomulagi. Samkomulagi um hvað? Þeir gera kröfur sem ekki er hægt að semja um og með því móti stoppa þeir afgreiðslu IMF. Auðvelt fyrir þá að senda samhliða frá sér yfirlýsingu um að þeir styðji heilshugar okkar umsókn. Ætlum við að trúa því? Þetta er yfirgangur stórveldis, nýlenduveldis, heimsveldis. Þetta kunna þeir. Mér finnst vanta mikið upp á að við stöndum með sjálfum okkur í þessu máli. Nú fer að styttast í að við hótum slitum á stjórnmálasambandi.

No comments: