Það væri samt svekkjandi að vakna upp hinumegin og frétta að maður sé ekki gjaldgengur þar af því mikilvæg líffæri voru brottnumin.
Nei því miður, hér inni er gerð krafa um að fólk sé í heillegu standi, svona eru bara reglurnar, þetta hefur alltaf verið svona. Lastu ekki kynningarefnið? Nei það eru ekki gerðar undantekningar. Það er bara ekki hægt. Computer says no.Ef maður kemst yfir þessar áhyggjur og ákveður að taka sjensinn á líffæragjöf, þá er upplagt að melda það til Sigurðar landlæknis eins og hann býður uppá hér.
No comments:
Post a Comment