Hetjur fara nú um héruð með haglarana um öxl og skjóta rjúpur. Að fullvaxnir karlmenn, gegndrepa af testósteróni skuli láta það um sig spyrjast, salla niður varnarlausar hænur með skotvopnum. Rjúpan virðist alltaf jafn grunlaus um að nokkuð illt geti hent hana og hefur varla rænu eða getu til að forða sér undan þeim sem vilja hana feiga. Saklausasta fórnarlamb sem fyrirfinnst.
Fuglar hafa ekki nema í seinni tíð þótt henta til manneldis í minni gömlu heimasveit og kannski víðar í sveitum og sjálfsagt er ímugustur minn á rjúpnadrápum eitthvað því tengdur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já, þeir voru yfirleitt komnir úr barneign kjúklingarnir þegar þeir tókust á loft í hinsta sinn og ultu fyrst áleiðis niður að læk en enduðu í ofnpoka harðsteiktir blessaðir.
Ég kýs að læðast aftan að sveppum að sumarlagi með skrælihníf að vopni til að afla villisveppa með sauðarlærinu. Reyndar er ég oftast með GPS staðsetningartæki rétt eins og aðrir veiðimenn.
Veiðieðli mitt finnur sér farveg á stöðum þar sem selt er gamalt drasl því ég hef einstaka ánægju af þvi að róta í rusli í leit að dýrgripum.
Post a Comment