25.10.08
Geislun og plokkun
Meðan góðærið geisaði skuldbatt ég mig til að gangast undir og greiða dýra fegrunaraðgerð í fimm áföngum. Um var að ræða skeggnám á á efri undirhöku og heppnaðist það vel. Færustu sérfræðingar beittu nýjustu lasertækni til að svíða burt búkonuhár sem höfðu spillt útliti mínu þannig ég taldi ekki verða við unað. Kreppan hefur nú haft þau áhrif að ég verð að hverfa aftur á vit lágtækninnar. Ég plokka, en læt ekki plokka mig.
Labels:
Hamskipti
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment