10.10.08

Endurgjald

Ég las sem barn mörg ævintýri sem enduðu á því þegar allt var fallið í ljúfa löð á ný, að sá sem hafði komið illu til leiðar var slitinn í sundur af fjórum óðum hestum eða settur í tunnu með göddum að innan og velt niður brekku eða húðin á bakinu rist í sundur og salti stráð í. Þetta hét að fá makleg málagjöld. Ekki man ég eftir söguþræðinum að öðru leyti.

2 comments:

Anonymous said...

Í dag fá þeir að "redda málunum", aðallega með því að halda áfram að gera það sem olli þessu tjóni til að byrja með. Þeir hugsa eins og þessi hér: http://www.theonion.com/content/node/52981

Davíð, sá sem veldur öllum upphöfum þess böls er oss bítur, á víst núna að fá vinnufrið til að halda áfram ... að gera hvað, veit ég ekki. Ég veit það eitt að það getur varla verið skárra en hingað til.

Rúna said...

Það verður spurt að leikslokum.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/11/tar_felld_a_flokksradsfundi/