15.9.08

Helgardvöl

Til stóð að loka fuglinn (ástargaukinn Hómer) inni í herbergi svo kettirnir ætu hann síður á meðan við brugðum okkur af bæ. Þau grundvallarmistök voru gerð að annar kötturinn var lokaður inni í herberginu með fuglabúrinu. Kötturinn þraukaði matar- og vatnslaus ríflega sólarhring og bar sig aumlega er hann losnaði, en fuglinn var alheill og sá hvorki á honum né híbýlum hans. Kannski er fuglinn ekki í þeirri stöðugu yfirvofandi lífshættu sem ég hef talið. Ég hef reyndar heyrt sögur um að kettir hafi unnið á fuglabúrum til að ná til íbúa þeirra en kannski eru það flökkusögur.

No comments: