21.9.08

Hagfræði

Það er talað um skortsölur í hverjum fréttatíma, rétt eins og allir eigi að vita hvað um er talað. Ef maður veit það ekki þá er maður vitlaus.

Rannsóknir mínar hafa leitt í ljós að þetta lýsir sér svona:

Ég fæ lánaða bók á bókasafninu og sel hana á 300 kr. í þeirri von að geta keypt sömu bók í Góða hirðinum á 200 kr. áður en skiladagur kemur á bókasafninu.

No comments: