20.10.08

Plötulopi verður að hnykli

Amma í Gröf kenndi mér hvernig best er að vefja hnykil. Hreyfingin á öll að koma frá úlnlið þeirrar handar sem heldur um hnykilinn, í mínu tilviki er það vinstri hendin. Ekki á að hreyfa hendina sem heldur við garnið, það er ekki leitt umhverfis hnykilinn, heldur er það hann sem fer í hringi.

No comments: