28.8.08

Eldvarnapistill

Þegar ég kom heim var fasteignin full af reyk og reykskynjarinn lét ófriðlega. Ungmennið hafði ekki veitt þessu sérstaka athygli en fékk góða iðran við hreinsun á ofninum.

Ég gæti skrifað langa frásögn af öllum þeim eldsvoðum sem hér hafa næstum því orðið og af skyldurækni tek ég það fram að þeir hafa verið á mína ábyrgð. Samt er ég skelfilega eldhrædd og get varla sofnað ef ég man eftir að batterí vanti í reykskynjarann.

No comments: