3.9.08

Ég merki fé

Markavörður í Árnessýslu hefur samþykkt umsókn mína um fjármark og framvegis verður fé mitt markað þannig: Hvatt hægra og tvírifað í heilt vinstra. Nafn mitt mun birtast á prenti í næstu markaskrá Árnessýslu.

Hvatt þýðir að eiginlega er eyrað látið enda í oddi. Tvírifað í heilt eru tvær samsíða lóðréttar rifur oní eyrað. Ég er fegin að markið mitt er ekki með neinu til hægri eða vinstri af því það er ekki mín sterka hlið að þekkja hægri frá vinstri og allra síst á kind.

Ef einhver finnur sauðkind með þessu marki þá á ég hana. Ég ætla í réttirnar um næstu helgi að leita.

2 comments:

Anonymous said...

Ég er semsagt búinn að sækja um fjármark líka. Blaðstýft framan hægra, fjöður aftan vinstra. -- Siggi

Rúna said...

Af öllum þeim Siggum sem ég þekki tel ég Sigga I.B. líklegastan til að sækja um fjármark. Þetta er gott mark.