27.10.08

2008

Skynsamlegt er að hafa meðferðis nesti þegar farið er af bæ. Fleira er nesti en smurt brauð. Úrræðagóð kona sem ég þekki hefur slíkt dálæti á köldum hafragraut að hún hellir honum í plastpoka og geymir í handtöskunni, því hún óttast ekkert meira en að verða svöng þar sem ekki er mat að fá.

1 comment:

Anonymous said...

Þetta minnir á Grámann í Garðshorni. En vissulega eru plastpokar snjall búnaður.