Ég hef stundum legið undir ámæli vegna frestunaráráttu. Stundum hef ég álasað sjálfri mér lengi og mikið af sama tilefni. Það er oftast, en ekki alltaf, skemmtilegt þegar manni auðnast að gera eitthvað strax. Eitt sinn hugðist ég ryksuga, akkúrat þegar þess var þörf, en ekki síðar. Þegar ég stakk ryksugunni í samband, þá sló rafmagnið út. Það gerðist í nokkur skipti og taldist fullreynt.
Ég ákvað strax að nú myndi það ekki gerast, sem kannski gæti gerst, að heimilið yrði lengi án rygsugunar af því ég kæmi því ekki verk að að fara í verslun og kaupa nýja ryksugu. (Ekki leiddi ég hugann að kostnaðarhliðinni, enda lifði ég þá í algleymi neysluhyggjunnar, lánsfjárkreppan var rétt óriðin yfir heiminn). Ég ákvað jafnframt nú myndi það ekki heldur gerast að ný ryksuga yrði keypt en sú gamla þvældist fyrir fótum mér mánuðum saman. Umsvifalaust setti ég gömlu ryksuguna í skottið, fór í Elko og keypti spánýja ryksugu frá viðurkenndum framleiðanda. Á leiðinni heim kom ég við í Sorpu og varpaði þeirri gömlu í gám merktan "allskonar annað drasl". Þegar heim kom setti ég nýju ryksuguna í samband. Það sló út.
10.11.08
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment