21.11.08

Vesserbisserinn

Áðan var í Útsvarinu spilað lagið Edelweiss úr The Sound of Music og spurt um hvaða blóm væri sungið. Gefið var rétt fyrir svarið alparós. Þarna er mikill misskilningur á ferð, eins og ég mun nú útskýra af hógværð.

Söngur Vilhjálmsbarna var um alparós, en segja má að sá sem þýddi hafi tekið sér það skáldaleyfi að láta íslenska textann fjalla um aðra jurt en sungið var um upphaflega, enda hefði alpafífill, alpafífill, bögglast illa í munni . Alparós (rhododendron) er runni, oftast sígrænn. Ein slík blómstrar fagurlega á hverju vori í Grasagarðinum.

Edelweiss heitir á íslensku alpafífill, (leontopodium alpinum), það er lítil, hvít og gráloðin planta, heldur óásjáleg. Hún á að geta vaxið hér í görðum.

Edelweiss, Edelweiss
Every morning you greet me
Small and white, clean and bright
You look happy to meet me
Blossom of snow may you bloom and grow
Bloom and grow forever
Edelweiss, Edelweiss
Bless my homeland forever

Alparós, alparós
árgeislar blóm þitt lauga,
hrein og skær, hvít sem snær
hlærðu sindrandi auga.
Blómið mitt blítt, ó, þú blómgist frítt,
blómgist alla daga.
Alparós, alparós
aldrei ljúkist þín saga.

No comments: