Ég fékk tölvupóst frá Icelandair: Má bjóða þér 500 vildarpunkta! Umsvifalaust veitti ég þeim viðtöku, en gleymdi að skoða smáa letrið sem leyndist bakvið linkinn „skoða skilmála“. Það var græðgislegt.
Skilmálarnir reyndust vera þeir að ég samþykki að það verði hringt í mig og gerð tilraun til að selja mér nýtt kreditkort frá American Express (einmitt það sem mig vantar í dag).
Með öðrum orðum – ég seldi mig – eitt símtal við mig kostar 500 punkta. Ég ræð þó ennþá hvað ég segi í símtalinu og ef það verður stutt þá er ég með svipað á mínútuna og þær hjá Rauða símatorginu. Ég finn fyrir léttri niðurlægingartilfinningu.
Ef ég fæ tölvupóst þar sem mér eru boðnir 20 000 punktar þá ætla ég að skoða skilmálana fyrst.
30.10.08
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment