12.9.08

Meira um merkingar


Það bættist í heimilistækjasafnið í dag. Skanninn var vígður með þessari opnu úr markaskrá Árnessýslu frá 1979, allt í tilefni Hrunarétta í dag. Ég held að myndin stækki ef smellt er á hana.

Þarna geta áhugasamir kynnt sér hvernig markið mitt lítur út. Það er hvatt hægra og tvírifað í heilt vinstra. Númer 25 og 46 á myndinni.

Í markaskránni er þess getið að mikilvægt sé að menn eigi ekki sammerkt við einhvern sem býr nærri, vegna hættu á misdrætti. Ég held ég eigi ekki sammerkt við neinn.

No comments: