28.11.08

Time management

Stundum er rétt að eyða tíma í að bíða eftir að 5 mínútur líði, í staðinn fyrir að ætla sér að nota þær í eitthvað annað, með það í huga að snúa sér á ný að fyrra viðfangsefni þegar umræddar 5 mínútur eru liðnar. Fyrir kemur að sú ráðagerð fer út um þúfur.

Þetta verður betur skýrt með dæmum. Reglan á vel við þegar soðinn er hafragrautur. Hún á líka við þegar borinn hefur verið litur á augabrúnir sem á að sitja þar í 5 mínútur. Ég get staðfest óæskileg áhrif þess að hafa litinn á í klukkustund. Áður hefur verið fjallað um brunahættu sem getur hlotist af broti á umræddri reglu.

No comments: