29.9.08

Aðgát skal höfð

Ég veit ekki hvað maður getur skrifað um þegar bankakerfið riðar til falls. Það virðist ekkert umfjöllunarefni nógu stórbrotið í dag.

Eitt verð ég þó að segja í tilefni af forsíðufrétt Fréttablaðsins um gríðarlega eftirspurn á sláturmörkuðum. Þeir markaðir munu vera mjög líflegir og líklegt að verð á slátri og vörum til sláturgerðar fari hækkandi í samræmi við lögmálið sígilda um samspil framboðs og eftirspurnar.

Ég bendi á að það eru ennþá jafnmargar hitaeiningar í lifrarpylsunni og blóðmörnum og hingað til hafa verið. Enginn samdráttur þar. Ekki færri en 400 hitaeiningar eru í 100 grömmum. Hundrað gömm af slátri er ekki stór biti.

2 comments:

Anonymous said...

Ég geri reyndar ekki slátur og það fæði er ekki á matseðli danska kúrsins. Hins vegar hefur mér dottið í hug kúrbíts-slátur. Tættur kúrbítur í staðinn fyrir megnið af mjölinu. Hins vegar erfitt að komast framhjá mörnum.
Kvað sá gamli þetta kvöldið.

Rúna said...

Tilraunaeldhús Gamla-Svepps lætur ekki að sér hæða.