31.10.08

Úlfur í óskilum

Atvik sem ekki verða útlistuð nánar, urðu til þess að þessi hundur var í óskilum á heimili mínu nú í kvöld en hefur nú sameinast eiganda sínum á ný, báðum til ómældrar gleði. Það var mikil hundalykt af honum og hann gat ekki setið kyrr nema óðalsostur væri í boði. Ég gaf honum líka útrunnið kjötálegg.

Mér varð af þessu tilefni hugsað til dúettsins Hundur í óskilum, en ég hlýddi á þeirra söng og hljóðfæraslátt á Tálknafirði í sumar. Þeir voru óhemju fyndnir, nema þegar þeir tóku lagið Rabarbara Rúna sem er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér.

No comments: