25.9.08

Handrukkari í heimsklassa

Það er áhrifaríkara að tala við manneskju í eigin persónu en að senda henni bréf. Skýrustu skilaboðin eru send með milliliðalausum mannlegum samskiptum. Það er fullkomlega löglegt að fara og tala augliti til auglitis við þann sem skuldar manni pening og óska eftir greiðslu. Ég held að það sé nokkuð góð innheimtuaðferð. Ef einhver kæmi hingað frá Bílastæðasjóði þá myndi ég borga sektina um leið.

No comments: