22.9.08

Eitt samsærið enn

Kíkti á miðann á nýja bolnum áður en ég stakk honum í vélina, þar stóð aðeins "wash this when dirty". Ágætis tilbreyting í því. Ég þoli ekki þegar stendur á venjulegum bómullarflíkum að þær eigi að þvo "seperately", "with similar colors", (hvernig þvær maður röndóttan bol með "similar colors"?), "inside out", eða það sem er mest óþolandi "hand wash only" og "dry clean only".

Yfirleitt fylgir mynd af þurrkara með kross yfir. Skil ekki hvað hægt er að selja mikið af þurrkurum, það finnst varla flík sem virðist þola vistina þar. Svo er klykkt út með "dry flat" eða "stretch to shape". Hvar á maður að breiða úr öllum þessum blautu fötum? Á gólfið kannski? Ég sé kettina í anda taka krók framhjá.

Sennilega er þetta eitt allsherjar samsæri. Hér er ekki hægt að gera neitt rétt. Það er hægt að skipta öllum þessum skilaboðum út fyrir þessi: Ef flíkin skemmist í þvotti þá er það þér sjálfri að kenna.

Það eru þó til ein skilaboð af þessum toga sem ég fagna ævinlega og er ekki í minnstu vandræðum með að fara eftir, sjá mynd.


No comments: