Gaman var að skoða nýju hverina sem spruttu upp fyrir ofan Hveragerði í jarðskjálftunum í vor. Það rýkur bókstaflega úr öllu þarna. Út um allt eru stórir blettir þar sem allur gróður er dauður, og ef lófi er lagður á jörðina þá er hún heit. Skemmtileg gönguferð.
Einn hverinn sem spratt upp er stærsti leirhver sem ég hef séð, hann hvæsir og spýtir steingrárri leðju. Hverinn heitir Leirgerður, sem mér finnst afleitt nafn. Það var haldin samkeppni og þetta nafn vann svo ekki hafa hin verið burðug. Sennilega hefur láðst að gúgla nafninu áður en það var valið, Leirgerður var nafn á óvirðulegri bók.
No comments:
Post a Comment