9.11.08

Mokið ykkar flór

Það er merkilegt að ekkert hefur heyrst frá ungmennum landsins. Það er verið ráðstafa framtíðartekjum þeirra með lántökum ríkisins. Menntaskólakrakkar hefðu einhvern tíman tjáð sig af minna tilefni.

Það voru ríflega miðaldra menn í Spaugstofunni sem lögðu ungmennum orð í munn í lokaatriðinu í gærkvöldi. Það var hvasst atriði, en vakti upp hugsanir um hvort þau hefðu ekki eitthvað að segja sjálf, að eigin frumkvæði.

No comments: