Ég ákvað að líta í skottið á bifreiðinni áðan. Það var reglulega skynsamlegt. Þar fann ég ýmsa lausafjármuni sem ég hafði talið glataða. Sumt tók ég í mína vörslu en annað lét ég óhreyft til athugunar síðar. Ég mæli með því að fólk líti öðru hvoru í farangursgeymslur bifreiða sinna.
Ástæðan fyrir þessu var sú að ég rifjaði upp af litlu tilefni smá óhapp sem ég varð fyrir og tengdist nokkrum rabbarabaraleggjum sem ég uppskar snemma sumars og varpaði í skottið. Því miður átti ég ekki næst erindi þangað fyrr en um haustið.
23.9.08
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment