11.10.08

Uppistand

Það var alltaf ákveðin spenna í kringum það í kirkjunni í gamla daga hvort söfnuðinum auðnaðist að standa upp á réttum tíma. Oft var það prestsfrúin sem leiddi og aðrir fylgdu á eftir. Mér finnst í minningunni eins og hún hafi stundum staðið upp með eilitlum þjósti.

2 comments:

Anonymous said...

Ótrúleg spenna. Ég tók meira segja mynd af stjörnunum í loftinu í vor þegar ég kom þar í fermingarmessu.
Enda kannar maður hvar maki prestsins er staddur til að bjarga sér ef maður slysast í messur nú orðið.
Annars fór ég í messu á Selfossi fyrir svona 7 árum og þá var þetta allt á blaði. Söfnuður stendur upp og söfnuður sest. Jafnaðist á við þokkalega líkamsrækt.
Nú eru örugglega einhverjir að búa sig til kirkjugöngu. Kveðja frá gömlum svepp

Rúna said...

Merkilegt að maður skuli ekki muna hvað stjörnurnar í loftinu eru margar, eins og maður taldi þær oft.