Búvélaverksmiðjur Heinrich Lanz í Mannheim í Þýskalandi (Landbaumotor Lanz) smíðuðu þúfnabanann. Fyrirtækið var stofnað 1859 og var til í hundrað ár þar til það var yfirtekið af John Deere. Hér er vefsíða aðdáanda Lanz með ótal myndum af tækjum framleiddum hjá verksmiðjunum, þar eru líka hljóðskrár, þar sem hægt er að heyra vélarnar mala og hósta.
Lanz er liðinn undir lok, þúfnabaninn bugaður af elli og nú er umsjónarmaður vefjarins látinn og auglýst er eftir manni til að taka við starfinu. Ideal hobby for a retiree eins og þar segir. Það þýðir sennilega ekki að senda inn mynd af þúfnabananum á meðan vefstjórinn er dauður.
Aðeins þeir allra frægustu komast á frímerki, þúfnabaninn komst í þann hóp í vor. Hann var af því tilefni þýddur á ensku og heitir á því máli turf-killer. Hm.
No comments:
Post a Comment