23.11.08
Faðmlög
Í gær faðmaði ég ókunnugan mann úti á götu að hans frumkvæði. Síðdegis þegar ég gekk niður Laugaveg, vatt sér að mér og samferðamanni mínum maður og vildi faðma okkur. Hann kvaðst vilja sýna væntumþykju sína á samborgurum sínum þannig í verki. Fram kom að ekki hefðu allir sem hann nálgaðist verið tilbúnir til faðmlaga. Faðmlagið var þétt og einlægt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment