Nú á krepputímum er gott að líta í þessa bók sér til hjálpræðis. Hannes telur að Íslendingar séu fljótari en aðrir að ná sér upp eftir hallæri:
Ísland fær tíðum hallæri, en ekkert land í Norðurálfunni er svo fljótt að fjölga á ný manneskjum og bústofni sem það, og er því eigi óbyggjandi.Hannes bendir á nauðsyn þess að koma fátæklingum nógu fljótt til hjálpar:
Það er til lítils að lækna áfallna fátækt, nema undir eins sé komið í veg fyrir þá áfallandi. Við uppsprettu skal á stemma, en eigi að ósi; svo kostar miklu minna að hjálpa fátækum fyrst, þá þeir komast á knén til falls, en reisa þá á fætur, eftir að þeir eru dottnir um koll. Þegar þeir fyrst eru komnir á vergang verða þeir úr því sjaldan til nota, en draga marga aðra með sér, og þá þarf miklu meira þeim til bjargar en áður.Þetta skrifar maðurinn fyrir ríflega 200 árum.
No comments:
Post a Comment