1.8.08

Fúlipyttur

Vísindamenn hafa komist að því að Tjörnin er full af drullu. Jahérna.

Þeir vilja rækta upp í henni plöntu sem heitir síkjamari til að halda henni tærri og bæta vistkerfið. Vonandi er það hægt. Síkjamari er algeng vatnaplanta sem vex í miklum mæli í Rauðavatni og hér er fróðleikur um það. Plantan er rauðleit og kannski er þar kominn uppruni nafnsins Rauðavatn.

Ég ætla ekki að vera nálægt þegar þeir dæla upp þessu hálfs metra mengunardrullulagi sem ku vera á botni Reykjavíkurtjarnar.

Og hvar á svo að tæma haugsuguna ég bara spyr?

No comments: