8.8.08
Veðhlaupahestur
Ég er antisportisti en mig langar til að horfa á Ólympíuleikana (sérstaklega hlakka ég til að horfa á Usain Bolt hlaupa 100 og 200 m). Fyrst þarf ég þó að gagnrýna harðlega mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda. Ég þyrfti að finna grúppu á Facebook eða undirskriftalista á netinu eða bara netfang kínverska forsetans þannig að ég geti sent honum nokkur vel valin orð. Ef þetta bregst verð ég bara að mótmæla í einrúmi fyrir framan sjónvarpið.
Labels:
Íþróttir,
Ólympíuleikarnir,
Sjónvarp
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment